fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Loft lekur úr Alþjóðlegu geimstöðinni ISS og það gengur illa að finna ástæðuna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. september 2020 05:30

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smávegis af lofti lekur stöðugt úr Alþjóðlegu geimstöðinni ISS en nú lekur mun meira en venja er og það gengur illa að finna ástæðuna. Þetta uppgötvaðist fyrir um einu ári en ekkert var gert í málinu þar sem lekinn var ekki alvarlegur. Auk þess voru geimfararnir í stöðinni uppteknir við geimgöngur og önnur störf og höfðu ekki tíma til að kanna þetta.

Nýlega tóku sérfræðingar eftir að lekinn væri orðinn meiri en áður. Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti því nýlega að þeir þrír geimfarar, sem nú dvelja í geimstöðinni, myndu hefja leit að upptökum lekans. Um borð eru tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður. Business Insider hefur eftir Daniel Hout, talsmanni NASA, að leitin taki lengri tíma en reiknað var með. Enn væri verið að vinna úr gögnum sem geimfararnir hafa aflað en þeir hafi útilokað flesta hluta geimstöðvarinnar frá því að vera vettvangur lekans.

Lekinn er ekki talinn ógna öryggi geimfaranna eða geimstöðvarinnar en yfirleitt er hægt að bæta upp fyrir leka sem þessa með því að tæma úr stórum tönkum af köfnunarefni og súrefni. En ef lekinn myndi skyndilega færast í aukana er ekki víst að nægur tími vinnist til að dæla úr tönkunum og þá er hætta á ferðum.

Ef neyðarástand skapast geta geimfararnir  snúið til jarðar í Soyuz MS-16 geimfarinu sem er í geimstöðinni. Ef ástandið versnar en verður þó ekki að neyðarástandi geta þeir einfaldlega lokað þeim hluta geimstöðvarinnar, sem lekur, af og þannig einangrað hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli