Fram kemur að á miðvikudaginn hafi um 25 bátar lagt af stað frá Frakklandi með rúmlega 300 flóttamenn og förufólk. Það sem af er ári er talan komin upp í rúmlega 5.000.
Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði að hann finni til samkenndar með þeim foreldrum sem senda börn sín af stað í litlum bátum í hættulega ferð yfir sundið. En hann lagði um leið áherslu á að fólkið sé fórnarlömb smyglara og glæpamanna og að bresk stjórnvöld muni leggja hart að sér til að stöðva þennan straum fólks yfir sundið.
Breski herinn hefur sent flugvélar og dróna til eftirlits með strönd landsins til að aðstoða strandgæsluna og lögregluna.