fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Á tveggja ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að gefa slæma umsögn á Tripadvisor

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Sea Wiev Resort í Taílandi er fólki mjög umhugað um umsagnir um hótelið á Tripadvisor en hótelið er með 4,5 í einkunn þar en hæsta mögulega einkunn er 5. Svo alvarlega er þetta tekið að hótelið hefur nú kært bandarískan mann fyrir að gefa því neikvæða umsögn. Hann á allt að tveggja ára fangelsi yfir höfði sér og sekt upp á sem nemur um einni milljón íslenskra króna.

The Telegraph skýrir frá þessu.

Sea View Resort er fjögurra stjörnu hótel í Koh Chang sem þykir mikil ferðamannaparadís. Samkvæmt kærunni þá skemmdi Wesley Barnes orðspor hótelsins með umsögn sinni á Tripadvisor. Það þarf að fara varlega í slíkar umsagnir í Taílandi vegna strangrar löggjafar um meiðyrði en mannréttindasamtök hafa oft gagnrýnt löggjöfina.

Það er óhætt að segja að Barnes hafi ekki látið hrósi og lofi rigna yfir hótelið í umsögn sinni. Í umsögn frá í júlí skrifar hann að hann hafi rekist á „óvingjarnlega starfsmenn“ sem „hegði sér eins og þeir vilji enga gesti“. Önnur umsögn hans var fjarlægð því hún stríðir gegn reglum Tripadvisor en í henni sakaði hann hótelið um „nútímaþrælahald“.

Barnes, sem starfar í Taílandi, var handtekinn eftir að kæran var lögð fram og var í haldi í tvo sólarhringa þar til trygging var greidd fyrir lausn hans.

Talsmenn Sea View Resort segja að deilurnar hafi hafist þegar Barnes reyndi að fara með áfengi upp á hótelherbergið sitt en það má ekki samkvæmt hótelreglum. Hann varð að sögn mjög æstur og gerði lítið úr starfsfólki hótelsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“