fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hana langaði að hafa poppþema á afmælisdeginum – Stóri bróðir gerði henni ljótan grikk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 06:48

Kannski ekki alveg í þeim anda sem hún óskaði sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hélt Emanuela de Souza, sem býr í Brasilíu, upp á 12 ára afmælið sitt. Eins og marga unglinga langaði hana að hafa ákveðið þema í veislunni og var draumurinn að það væri K-popp. K-popp er fyrirbæri sem á rætur að rekja til Suður-Kóreu en hefur sigrað heiminn og eiga suður-kóreskar poppstjörnur sumar hverjar milljónir aðdáenda um allan heim.

Eldri bróðir Emanuela, Vitor de Souza, tók að sér að undirbúa veisluna og er óhætt að segja að hann hafi gert systur sinni ljótan grikk þó hann hafi ekki ætlað sér það. Hann vildi bara sýna hversu góður bróðir hann er. Hann vissi ekki neitt um K-popp og hélt að það væri bara eitthvað frá Kóreu. Hann ákvað því að gera þema byggt á Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu.

Hann setti saman myndir af Emanuela og einræðisherranum og skreytti á viðeigandi hátt. Hann birti þetta síðan á samfélagsmiðlum og skrifaði:

„Í dag á systir mín afmæli, hún elskar K-popp. Ég sá um að skreyta fyrir afmælið en af því að ég þekki ekki þessar hljómsveitir notaði ég frægasta kóreska þemað sem ég veit um. Hún elskaði það.“

En hvort Emanuela var í raun ánægð með þetta er kannski önnur saga en hún komst þó í heimsfréttirnar fyrir vikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð