fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hana langaði að hafa poppþema á afmælisdeginum – Stóri bróðir gerði henni ljótan grikk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 06:48

Kannski ekki alveg í þeim anda sem hún óskaði sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hélt Emanuela de Souza, sem býr í Brasilíu, upp á 12 ára afmælið sitt. Eins og marga unglinga langaði hana að hafa ákveðið þema í veislunni og var draumurinn að það væri K-popp. K-popp er fyrirbæri sem á rætur að rekja til Suður-Kóreu en hefur sigrað heiminn og eiga suður-kóreskar poppstjörnur sumar hverjar milljónir aðdáenda um allan heim.

Eldri bróðir Emanuela, Vitor de Souza, tók að sér að undirbúa veisluna og er óhætt að segja að hann hafi gert systur sinni ljótan grikk þó hann hafi ekki ætlað sér það. Hann vildi bara sýna hversu góður bróðir hann er. Hann vissi ekki neitt um K-popp og hélt að það væri bara eitthvað frá Kóreu. Hann ákvað því að gera þema byggt á Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu.

Hann setti saman myndir af Emanuela og einræðisherranum og skreytti á viðeigandi hátt. Hann birti þetta síðan á samfélagsmiðlum og skrifaði:

„Í dag á systir mín afmæli, hún elskar K-popp. Ég sá um að skreyta fyrir afmælið en af því að ég þekki ekki þessar hljómsveitir notaði ég frægasta kóreska þemað sem ég veit um. Hún elskaði það.“

En hvort Emanuela var í raun ánægð með þetta er kannski önnur saga en hún komst þó í heimsfréttirnar fyrir vikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga