fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ferðamaður hrapaði til bana – Ætlaði að taka hina „fullkomnu“ mynd

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 11:02

Slysstaður. Mynd:Oregon State Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gastelum, 43 ára, hrapaði til bana á mánudaginn þegar hann ætlaði að taka hina „fullkomnu“ ljósmynd. Þetta gerðist í Oswald West State Park í Oregon í Bandaríkjunum. Hann ætlaði að taka mynd af Devils Cauldron og klifraði upp í tré.

Þegar upp var komið settist hann á grein sem bar ekki þunga hans og brotnaði. Gastelum hrapaði 30 metra niður eftir hamravegg og endaði í sjónum að sögn lögreglunnar í Oregon.

Gastelum hafði verið í gönguferð á svæðinu við annan mann. Strandgæslan var kölluð til aðstoðar og fann lík hans í sjónum.

Lögreglan segir að ekki megi fara yfir girðingar nærri gilinu og að skilti hafi verið á staðnum sem varar fólk við að fara of nærri brúninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum