fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Látinn laus eftir 44 ár saklaus í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 05:45

Ronnie Long gengur út úr fangelsinu. Skjáskot7YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku gekk Ronnie Long, klæddur í jakkaföt, með rautt bindi og hatt, út úr fangelsi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum en þar hafði hann setið síðustu 44 ár. Árið 1976 var hann ranglega sakfelldur fyrir að hafa nauðgað hvítri konu. Long er svartur en það var kviðdómur, sem eingöngu hvítt fólk sat í, sem sakfelldi hann og var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi.

CNN skýrir frá þessu.

„Þetta hefur verið langt ferðalag. En því er lokið. Núna er því lokið,“

sagði hann við þá sem biðu hans við fangelsið þegar hann gekk út með eigur sínar.

Hann var með andlitsgrímu sem á stóð „Free Ronnie Long“ (Frelsum Ronnie Long). Hann þakkaði lögmönnum sínum fyrir baráttu þeirra og þrautseigju í þessari löngu baráttu.

Long, sem er orðinn 64 ára, var látinn laus eftir að yfirvöld fóru fram á við alríkisdómstól að það yrði gert.

Stephanei Thacker, dómari, skrifaði í dómsniðurstöðu að síðan Long var sakfelldur hafi eitt og annað komið fram í dagsljósið sem sýni að lögreglan hafi á meðvitaðan hátt leynt mikilvægum sönnunargögnum. Meðal þessara gagna voru sæði og fingraför, sem fundust á vettvangi, en voru ekki úr Long. Þessum gögnum leyndi lögreglan vísvitandi.

CNN hefur eftir Jamie Lau, lagaprófessor við Duke háskólann, að verjendur Long hafi ekki haft aðgang að þessum gögnum á sínum tíma og hafi því ekki getað notað þau í málsvörninni. Hann hafi því setið saklaus í fangelsi í 44 ár. Hann sagði að réttarhöldin hafi því ekki verið sanngjörn en einnig hafi kynþáttahyggja unnið gegn honum.

Long var sakaður um að hafa nauðgað 54 ára hvítri konu í Concord í Norður-Karólínu í apríl 1976. Um tveimur vikur eftir að konan tilkynnti um nauðgunina fengu lögreglumenn hana til að koma í dómshús og fylgjast með fólki sem var að koma fyrir dóm vegna annarra mála. Hún benti á Long sem hafði verið handtekinn, grunaður um að hafa farið ólöglega inn á umráðasvæði óviðkomandi aðila. Þeirri kæru var síðan vísað frá.

Lau sagði að allir í kviðdómnum hafi verið hvítir, öll vitni saksóknara hafi verið hvít og öll vitni Long hafi verið svört. Hann sagði að Long hafi staðið illa að vígi vegna þessa og í ljósi þeirrar kynþáttahyggju sem ríkti í Norður-Karólínu og sérstaklega Concord árið 1976.

Long hefur alla tíð haldi fram sakleysi sínu og barðist fyrir frelsi sínu árum saman. Dómurinn úrskurðaði hann ekki saklausan en vísaði þeim hluta málsins til lægra dómsstigs til meðferðar.

Lau sagði CNN að hann væri ekki í vafa um að Long verði sýknaður því það séu engin sönnunargögn sem sýni að hann beri ábyrgð á þessum glæp.

Sjálfur sagði Long fréttamönnum að hann ætlaði að fá sér góðan mat til að halda upp á frelsið sem hann tók að vonum fagnandi og gladdist yfir að geta hitt ástvini sína. Lau sagði að það skyggði þó á gleðina að móðir Long lifði ekki að sjá hann fagna frelsi en hún lést sex vikum áður en hann var látinn laus. Síðustu orð hennar voru:

„Er Ronnie kominn heim?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?