fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Klámstjarna grunuð um morð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 22:00

Aubrey Gold. Mynd:Aubrey Gold/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska klámstjarnan Aubrey Gold hefur verið handtekin, grunuð um aðild að morðinu á 51 árs unnusta hennar, Raul Guillens. Hann hvarf  frá heimili sínu í Alabama. Áður en hann hvarf er hann sagður hafa hringt í fyrrum eiginkonu sína og sagst vera í vanda og þarfnaðist peninga.

The Sun skýrir frá þessu. Tveimur vikum síðar fannst lík hans í gröf í Graceville í Flórída. Það voru lögregluhundar sem fundu það. Lögreglan telur að hann hafi verið skotinn til bana í kringum 4. júlí.

Rannsóknin beindist fljótlega að fólki sem Guillen hafði nefnt við fyrrum eiginkonu sína, þar á meðal Aubrey Gold, sem heitir réttu nafni Lauren Wambles. Hún var handtekin ásamt 35 og 43 ára karlmönnum. Þau eru grunuð um að hafa myrt Guillen og ósæmilega meðferð á líki hans.

Gold er ekki óþekkt hjá lögreglunni því á síðustu tveimur árum hefur hún verið handtekin sex sinnum fyrir ýmis afbrot. Hún átti einmitt að mæta fljótlega fyrir dóm í tengslum við stórt fíkniefnamál. Lögreglan segir að ástæðan fyrir morðinu á Guillen sé „fíkniefni og peningar“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga