Ástæðan er að hann sér margt líkt með kosningunum núna og 2016 þegar Trump bar sigur úr býtum þrátt fyrir að margir hafi ekki talið hann eiga möguleika gegn Hillary Clinton.
„Ég biðst afsökunar á að koma aftur með raunveruleika athugasemd,“
Skrifaði Moore á Facebook.
Hann var einn fárra sem sá sigur Trump 2016 fyrir og segir að núna sé „hrifningin á Trump í hæstu hæðum“ í lykilkjördæmum ef borið er saman við hrifninguna á Biden í þessum sömu kjördæmum.
„Eruð þið tilbúin fyrir sigur Trump? Eruð þið andlega undir það búin að Trump komi ykkur á óvart aftur? Finnur þú til öryggis við að vita að Trump geti ekki sigrað?“
skrifar hann meðal annars á Facebook.
Moore notar niðurstöður skoðanakannana frá lykilríkjum á borð við Michigan og Minnesota til að sýna fram á að Trump standi Biden jafnfætis en sé ekki langt á eftir honum
„Biden hefur tilkynnt að hann muni heimsækja mörg ríki en ekki Michigan. Hljómar það kunnuglega?“
skrifar Moore og vísar þar til mistaka Hillary Clinton 2016 þegar hún heimsótti ekki lykilríkin en úrslitin í þeim réðu því að Trump sigraði.