Samkvæmt frétt TV2 Lorry þá segja margir íbúar bæjarins að þeir hafi aldrei upplifað neitt þessu líkt.
„Ég er kennari og við höfðum allt lokað í skólanum. Alla glugga og dyr og það var frábært veður í gær. Heima hjá okkur lokuðum við einnig dyrunum. Þegar ég kom í skólann í morgun voru nokkrir nemendur sem sögðu: „Ég þarf að æla“,“
sagði Anne-Marie Aakerlund í samtali við TV2 Lorry.
Fólk hefur kvartað til sveitarfélagsins en þar er enga hjálp að fá því bóndinn uppfyllir allar þær kröfur sem eru gerðar til hans samkvæmt lögum. Hann fær „áburðinn“ úr rotþró í skolphreinsistöð.