„Meira þéttbýli, meiri ferðalög, eyðing skóga – allt þetta gerir að verkum að það er líklegra að svona faraldrar gjósi upp og breiðist út,“
sagði hún í samtali við The Independent.
„Vegna þess hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig hér í heiminum, þá er líklegra að sýkingar úr dýrum muni valda heimsfaröldrum í framtíðinni,“
sagði hún einnig.
Flestir vísindamenn telja að veiran, sem veldur COVID-19, hafi borist í menn úr leðurblökum en hugsanlega í gegnum annað dýr. Líklegast á matarmarkaði í Wuhan í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Aðrir banvænir sjúkdómar, til dæmis ebóla, Sars og Vestur-Nílarveiran eiga einnig upptök sín í dýrum.