fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Aðeins eitt inflúensusmit – Suður-Afríka virðist hafa sloppið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er veturinn formlega afstaðinn á suðurhveli jarðar og komið vor, að minnsta kosti samkvæmt dagatalinu. Eitt af því sem fylgir vetrinum er inflúensa en þennan veturinn var hún öðruvísi en hún á að sér, hennar varð eiginlega ekki vart.

Í Suður-Afríku látast allt að 12.000 manns árlega af völdum inflúensu og eru vetrarmánuðirnir júní til ágúst sá tími sem flensan er í hámarki á suðurhvelinu. Sérfræðingar höfðu miklar áhyggjur af inflúensunni fyrir veturinn því óttast var að hún myndi herja af fullum þunga um leið og kórónuveiran og myndi bókstaflega leggja heilbrigðiskerfið á hliðina. Kórónuveiran hefur hegðað sér öðruvísi í Suður-Afríku en Evrópu því flest smitin voru yfir vetrartímann þegar hin hefðbundna inflúensa herjar venjulega.

Að fá inflúensufaraldur ofan í kórónuveirufaraldur hefði gert málin erfið því þá eru komnir tveir hópar sjúklingar með sömu sjúkdómseinkenni, að hluta, sem þarfnast meðferðar en um leið er mikilvægt að þessum hópum sé ekki blandað saman.

En sem betur fer lét inflúensan nánast ekki á sér kræla í Suður-Afríku og greindist aðeins eitt tilfelli að sögn Wolfgang Preiser, yfirmanns smitsjúkdómadeildar Stellenbosch háskólans í Höfðaborg. Deildin sér um rannsóknir á kórónuveirusýnum en einnig inflúensusýnum.

„Þetta er ótrúlegt, við áttum ekki von á þessu. Stóra spurningin er auðvitað af hverju þetta gerðist? Er það af því að við notuðum andlitsgrímur og notum handspritt eða af því að fólk frá norðurhveli jarðar kom ekki í heimsókn?“

Segir Preiser sem segir of snemmt að segja til um hvert svarið er. Þó sé ljóst að þetta tengist kórónuveirufaraldrinum á einhvern hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“