B.T. skýrir frá þessu. Tölvuþrjótarnir græddu hins vegar ekkert á Jacobsen sem vildi alls ekki greiða þetta „lausnargjald“.
„Ég sagði bara: „Þetta er í lagi, þið megið bara hafa þetta“. Síðan byrjaði ég bara aftur með nýja aðganga á Facebook og Instagram,“
sagði Jacobsen sem sagði að hann hefði gengið í gildru þrjótanna þegar hann fékk tölvupóst frá Instagram Support Team sem hann svaraði.
Hann sagðist hafa verið með 37.000 fylgjendur á Instagram og það sé auðvitað leiðinlegt að missa þá en það skipti hann svo sem ekki miklu því hann noti Instagram ekki í fjárhagslegum ávinningi, þetta sé hans einkaaðgangur. Hann sagðist sjá einna mest eftir Facebook því þar hafi verið mikið af myndum frá því þegar börnin hans voru lítil.