fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Telur að sænskur kafbátur hafi siglt á Estonia og sökkt ferjunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 05:21

Estonia. Mynd:Pierre Vauthey/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá í gær þá eru nýjar upplýsingar komnar fram varðandi hið hræðilega sjóslys sem átti sér stað 28. september 1994 þegar 852 fórust með eistnesku ferjunni Estonia í Eystrasalti. Í nýrri heimildamyndaþáttaröð Dplay, sem er í eigu Discovery, eru sýndar nýjar myndir af flaki Estonia. Á þeim sést að stórt gat er á stjórnborðshlið skipsins en það er fjórir metrar á hæð og tveir á breidd. Margus Kurm, sem var áður ríkissaksóknari í Eistlandi og formaður eistnesku rannsóknarnefndarinnar um Estoniaslysið, sagði í gær við eistneska fjölmiðla að líklegast hafi kafbátur siglt á skipið, sænskur kafbátur.

Í samtali við Postimees sagði Kurm að líklega hafi Estonia og kafbátur rekist saman. Hann sagði jafnframt að þessar nýju upplýsingar í málinu bendi til að sænska ríkisstjórnin hafi leynt sannleikanum og að líklega hafi verið „viðkvæm sending“ í Estonia sem þurfti að vakta. Það hafi verið hlutverk sænsks kafbáts. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Kurm kemur fram í heimildarþáttunum. Þar vísar hann til upplýsinga um að hergögnum hafi verið smyglað frá fyrrum Sovétríkjunum, með Estonia, til Svíþjóðar og áfram til Bretlands með vilja og vitund sænskra yfirvalda.

Kurm hefur áður verið gagnrýninn á lokaskýrslu sameiginlegrar sjóslysanefndar Svíþjóðar, Finnlands og Eistlans frá 1997 um slysið. Hann segir að í henni séu mótsagnir og hann hefur hvatt til þess að kafarar rannsaki flak Estonia á nýjan leik.

Finnska ríkisútvarpið segir að Enn Tupp, sem var varnarmálaráðherra Eistlands þegar slysið varð, telji einnig að Estonia hafi lent í árekstri við kafbát en nefnir ekki Svíþjóð í því sambandi.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Anders Björck, sem var varnarmálaráðherra Svíþjóðar þegar slysið átti sér stað, að það sé mjög ólíklegt að sænskur kafbátur hafi lent í árekstri við Estonia. Ef svo hefði verið hefði ríkisstjórnin strax fengið tilkynningu um það. Einnig hefði kafbáturinn þá skemmst mikið en Svíar voru að hans sögn með 12 kafbáta í rekstri á þessum tíma.

„Það hefði einnig þurft mikla yfirhylmingu ef eitthvað þessu líkt hefði gerst og maður hefði þurft að leyna því,“

sagði hann.

Olle Rutgersson, prófessor í skipatækni, sagði í samtali við Sænska ríkisútvarpið að skrokkur Estonia gæti hafa skaddast þegar skipið sökk til botns og þá sérstaklega í ljósi þess að fyrrnefnt gat er á þeirri hlið sem vísaði niður.

„Ég held ekki að þetta sé eftir árekstur við kafbát. Ég held frekar að þetta hafi gerst þegar skipið sökk,“

sagði hann. Hann vill þó ekki útiloka að Estonia hafi lent í árekstri við annað sjófar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum