fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Nýtt bréf til Tom Hagen vakti vonir hans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 06:58

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018 fann eiginmaður hennar, Tom Hagen, bréf með kröfu um að hann greiddi lausnargjald upp á 9 milljónir evra ef hann vildi sjá eiginkonu sína aftur á lífi. Hann greiddi þetta ekki og næstu átta mánuði rannsakaði lögreglan málið sem mannrán.

En eftir þessa átta mánuði tilkynnti lögreglan um breytta stefnu við rannsókn málsins og sagðist nú sannfærð um að Anne-Elisabeth hefði verið myrt á heimili sínu þennan örlagaríka októbermorgun. Sagðist lögreglan telja að lausnargjaldskrafan hefði eingöngu verið sett fram til að villa um fyrir lögreglunni.

Tíu dögum síðar barst Tom Hagen tölvupóstur. Hann var dulkóðaður og skrifaður á lélegri norsku. TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að í tölvupóstinum hafi komið fram að mannræningjarnir væru reiðubúnir til að lækka lausnargjaldskröfuna um 40%, niður í 5,4 milljónir evra. Einnig kom fram að þeir væru reiðubúnir til að ræða málið og vera „sveigjanlegir“ í samningum gegn því að hann greiddi „tryggingu“.

Þetta kemur að sögn TV2 fram í minnisblaði sem einhver náinn Hagen skrifaði fyrir hans hönd og lögreglan fékk síðan afhent. Í minnisblaðinu eru einnig ýmsar vangaveltur Tom Hagen um málið. Í minnisblaðinu lýsir Tom Hagen því hvernig hann túlki innihald tölvupóstsins. Hann telur að höfundurinn spili inn á tilfinningar, meðal annars með því að segja að Anne-Elisabeth hafi þurft að bíða lengi. Einnig kemur fram að hún hafi þörf fyrir læknisaðstoð sem mannræningjarnir geta ekki séð henni fyrir.

„Gæti kona hafa skrifað bréfið?“

spyr Hagen í minnisblaðinu.

Daginn eftir að hann fékk tölvupóstinn fór hann til norsku lögreglunnar og millifærði 10 milljónir norskra króna til mannræningjanna. TV2 segir að það hafi verið tryggingarfé það sem nefnt var í tölvupóstinum í tengslum við sveigjanleika mannræningjanna hvað varðar upphæð lausnargjaldsins.

Tom Hagen var síðar handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hann tengist hvarfi Anne-Elisabeth á einn eða annan hátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkra daga þar til æðra dómstig felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. Hann er enn grunaður um aðild að hvarfi hennar og morði en neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina