En það var greinilega svo aðkallandi að fá sér hamborgara að maðurinn fór á McDonalds með eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. En þar sá fólk, sem vissi að hann átti að vera í sóttkví, til hans og tilkynnti um ferðir hans til lögreglunnar.
Lögreglan ræddi við hann á „skýran og greinilegan“ hátt að því er segir í umfjöllun þýskra fjölmiðla. Saksóknari í Kiel er nú með málið til meðferðar og á maðurinn fangelsisdóm yfir höfði sér ef dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi ógnað lífi og heilsu annarra með hátterni sínu.