Tap félagsins á öðrum ársfjórðungi var 3,4 milljarðar dollara en nú hefur félagið náð að verða sér úti um fé til að þrauka næstu mánuði. Félagið hafði áður skýrt frá því að það gæti neyðst til að segja um 1.500 starfsmönnum upp ef launabætur frá ríkinu verða ekki framlengdar. Einnig segist félagið þá þurfa að senda 17.500 starfsmenn í frí þar til að ástandið batnar.
En þrátt fyrir aðstoðina frá ríkinu þá er allt annað en auðvelt að reka flugfélag í Bandaríkjunum núna. Farþegafjöldinn er um 70% minni en fyrir heimsfaraldurinn og því hafa bandarísk flugfélög hvatt ríkisstjórnina til að framlengja launabætur út mars 2021.
Hvað varðar þá 2 milljarða dollara sem American Airlines getur hugsanlega fengið til viðbótar við 5,5 milljarðana þá veltur það á úthlutun fjármálaráðuneytisins á fé úr 25 milljarða hjálparpakka hvað félagið fær mikið.
Flugfélögin hafa frest út september til að sækja um að fá lán úr þessum pakka en sum þeirra, til dæmis Delta Airlines og Southwest Airlines, hafa nú þegar ákveðið að sækja ekki um og því verður meira til skiptanna fyrir hin félögin.