fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

89 ára pizzusendill fékk óvænta sendingu – „Hvernig get ég þakkað ykkur?“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 06:55

Derlin Newey. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Derlin Newey, 89 ára pizzusendill í Utah í Bandaríkjunum, vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið í síðustu viku þegar hann fékk óvænta sendingu. Síðasta þriðjudagsmorgun var bankað upp á hjá honum. Fyrir utan stóð Valdez-fjölskyldan sem hann hefur margoft fært pizzur.

Fréttamenn CNN voru á staðnum þegar fjölskyldan knúði dyra og mynduðu allt. Newey hefur notið mikilla vinsælda á TikTok en Valdez-fjölskyldan hefur birt mörg myndbönd af honum þar þegar hann hefur fært þeim pizzur.

„Þetta er klikkun. Allir elska hann,“

sagði Carloz Valdez um hinn aldna pizzusendil.

Newey byrjaði að sendast með pizzur fyrir Papa John‘s þegar hann sá að hann gæti ekki lifað af ellilífeyri sínum einum saman. Hann sendist með pizzur í um 30 klukkustundir á viku.

Valdez-fjölskyldan, sem er með 53.000 fylgjendur á TikTok hefur fengið margar spurningar um af hverju Newey sé að sendast með pizzur, kominn á þennan aldur. Fjölskyldunni fannst ófært að hann væri að vinna svona mikið, kominn á þennan aldur og ákvað að nota TikTok til að reyna að létta líf hans. Þau hófu fjársöfnun meðal fylgjenda sinna og söfnuðust 12.069 dollarar sem fjölskyldan færði Newey á þriðjudaginn. Hann fékk ávísun sem var undirrituð af „TikTok fjölskyldunni“.

„Hvernig get ég þakkað ykkur? Ég veit ekki hvað ég á að segja,“

sagði Newey þegar hann fékk ávísunina en þetta kom honum mjög á óvart og hann vissi ekki einu sinni hvað TikTok er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi