fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Norðurheimskautið verður sífellt grænna – Hefur áhrif á dýr og gróður

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. september 2020 17:30

Frá Svalbarða þar sem hlýnar með ári hverju. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar valda því að meðalhitinn fer hækkandi á Norðurheimskautinu. Þar hefur meðalhitinn hækkað um allt að sex gráður á síðustu 50 árum. Þetta hefur í för með sér hraðari bráðnun íss sem veldur því að gríðarlegt magn vatns rennur út í sjó og þar með hækkar yfirborð sjávar. En það er ekki það eina sem gerist með hækkandi hitastigi því lengri og hlýrri sumur þýða einnig að hin einstæða náttúra svæðisins breytist.

Ný og umfangsmikil rannsókn, byggð á gervihnattarmyndum, sýnir að Norðurheimskautið hefur breytt um lit. Frá 1985 til 2016 varð þriðjungur svæðisins grænni en áður. Þar sem gróður gat ekki vaxið áður er nú gróður. Einnig bendir margt til að tegundum fjölgi og að plönturnar verði stærri en áður. Þetta á sérstaklega við um suðurhluta svæðisins.

Á helmingi þeirra svæða, sem voru rannsökuðu, sáust engar breytingar. En á þeim svæðum sem eru orðin grænni hefur náttúran breyst. Þetta er sérstaklega sýnilegt á túndrunum á suðurhluta svæðisins. Túndrur eru einstök svæði þar sem stór spendýr eins og moskusuxar og hreindýr lifa á ísköldum sléttum.

Þessar breytingar geta haft í för með sér að tré fari að dafna norðar en áður. Þá skreppur túndran saman sem því nemur og skógur myndast. Mörg þeirra dýra sem eru sérhæfð til að lifa á túndrunum munu ekki geta bjargað sér í skógum og því verður um leið breyting á dýralífi. Þessar breytingar munu einnig hafa áhrif á íbúa svæðisins, til dæmis hreindýrahirða sem fylgja hreindýrahjörðum eftir á ferð þeirra um túndrurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár