fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Leitin að lífi utan jarðarinnar – Frá Venusi til ytri marka sólkerfisins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. september 2020 22:00

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá nýlega fundu vísindamenn efnið fosfín í skýjum Venusar. Þetta er merkileg uppgötvun því hér á jörðinni myndast fosfín aðeins sem úrgangsefni örvera eða við iðnaðarstarfsemi. Hugsanlegt er að efnið myndist með áður óþekktum hætti á Venusi en margir vísindamenn telja litlar líkur á því og eru því vongóðir um að þetta sé merki um að örverur þrífist í lofthjúpi plánetunnar. Ef sýnt verður fram á að örverur þrífst í lofthjúpnum verður það í fyrsta sinn sem við fáum staðfest að líf hafi myndast á öðrum plánetum en okkar eigin.

En það er víðar en á Venusi sem vísindamenn vonast til að finna líf eða ummerki um að líf hafi verið þar. Á undanförnum árum og næstu árum er aðaláherslan á rannsóknir á Mars, þar á meðal til að kanna hvort þar sé líf eða hafi verið. En ekki er útilokað að uppgötvunin á Venusi verði til að geimferðastofnanir heimsins beini athygli sinni þangað á næstu árum.

Allt frá því síðla á nítjándu öld og stærstan hluta síðustu aldar voru stjörnufræðingar nokkuð vissir um að finna líf í sólkerfinu okkar. Athyglin og vonirnar voru einkum bundnar við nágrannaplánetur okkar, Mars og Venus. Venus var hulinn skýjahjúp og því var talið að undir honum leyndust sjóðandi frumskógar þar sem framandi líf þrifist. Á sama tíma sýndu athuganir á Mars að þar virtist yfirborðið breyta um ásýnd á milli árstíða og skurðir sáust sem sumir töldu gerða af vitsmunaverum til áveitu.

Venus. Mynd:NASA/JPL

Á sjöunda áratugnum var þó slegið á allar vonir um að líf væri á Venusi þegar geimför voru send þangað og í ljós kom að um sannkallað helvíti var að ræða undir skýjaþykkninu. Hitinn tæplega 500 gráður og ekkert nema klöpp. Hvað varðar Mars kom í ljós að ekki var um skurði, gerða af vitsmunaverum, að ræða heldur bara sprungur og gjár sem myndast af jarðfræðilegum orsökum. Mars var bara ein stór og köld eyðimörk með þunnan lofthjúp.

Mars í fullri dýrð. Mynd: Wikimedia Commons

En á undanförnum árum hafa sjónir vísindamanna í auknum mæli beinst að fjarlægari og kannski óvæntum stöðum hvað varðar vonir um að finna líf. Til dæmis ísköld tungl Júpíter, metanvötn á Títan, sem er stærsta tungl Satúrnusar, og jafnvel hefur verið nefnt að ekki sé útilokað að líf geti verið á Plútó. Það hefur ýtt undir þessar hugmyndir að víða hér á jörðinni hafa lífverur fundist á stöðum þar sem áður var talið að líf gæti ekki þrifist. Í kjarnorkuúrgangi, í mjög súru vatni, við útstreymi heits vatns á sjávarbotni þar sem þrýstingurinn er gríðarlegur. Auk þess hafa lifandi lífverur fundist utan á Alþjóðlegu geimstöðinni eftir áralanga dvöl í geimnum. Líf er því kannski ekki eins viðkvæmt og við töldum. Ef örverur geta lifað við erfiðar aðstæður hér á jörðinni þá geta þær kannski lifað við erfiðar aðstæður á stöðum eins og Mars, Venusi og öðrum stöðum þar sem aðstæður fyrir líf verða að teljast óvinveittar.

Eftir því sem þekkingu okkar á sólkerfinu og alheiminum fer fram þá hafa vonirnar um að finna líf utan jarðarinnar einnig aukist hjá mörgum, sérstaklega hvað varðar að finna líf í sólkerfinu okkar. Ekki er verið að tala um vitsmunalíf, heldur einfalt líf en samt sem áður myndi það hafa gríðarlega þýðingu að fá staðfest að slíkt líf þrífist annar staðar í sólkerfinu.

Eins og staðan er núna þá vitum við bara að líf þrífst hér á jörðinni. Það gæti hafa verið algjörlega einstök tilviljun sem varð til þess að líf myndaðist hér. En á hinn bóginn þá gæti þessu verið öfugt farið þannig að líf sé algengt í alheiminum. Það gæti til dæmis þýtt að líf sé að finna á milljörðum pláneta í sólkerfinu okkar og enn fleiri í öðrum sólkerfum.

Á næstu árum verður aðaláherslan á að rannsaka Mars enda ekki auðvelt að breyta áætlunum um geimferðir með skömmum fyrirvara. En líklegt er að nú fari sjónir fólks að beinast að öðrum stöðum en Mars. Venus kemur sterk inn. Þá þykir Evrópa, eitt tungla Júpíters, álitlegur kostur en þar salt vatn undir frosnu yfirborðinu og þykir tunglið því spennandi kostur því við tengjum líf óneitanlega við vatn hér á jörðinni.

Enceladus, eitt tungla Satúrnusar, þykir einnig vænlegur kostur og jafnvel auðveldara viðureignar en Evrópa. Þar gjósa hverir og spýja vatni út í geiminn. Það ætti að vera hægt að taka sýni úr þessu vatni með geimförum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans