Yfirvöld í Kaliforníu veðja á að rafbílar taki alfarið við af bílum sem nota jarðefnaeldsneyti. Þetta sé nauðsynlegt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
„Við erum að marka nýja stefnu,“
Sagði Newson þegar hann skrifaði undir tilskipunina sem hafði verið breidd út á vélarhlíf eins þeirra mörgu rafmagnsbíla sem framleiddir hafa verið í Kaliforníu.
Fyrr í mánuðinum sagði Newson að hann ætlaði að herða enn á baráttunni gegn loftslagsbreytingum en ríkið hefur undanfarnar vikur glímt við verstu skógarelda í manna minnum.
Um 11 prósent seldra bíla í Bandaríkjunum seljast í Kaliforníu. Newsom, sem er Demókrati, telur að það muni skapa ný störf og styrkja bílaframleiðendur að skipta yfir í rafmagnsbíla.
Donald Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að yfirvöld í Kaliforníu geti gert kröfu um að eingöngu megi selja rafbíla í framtíðinni. Joe Biden, sem berst um forsetaembættið við Trump, hefur hins vegar heitið því að nota milljarða dollara í að gera Bandaríkin umhverfisvænni.