fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Fjöldi kórónuveirusmita tvöfaldast í hverri viku í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. september 2020 10:00

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er núna þá tvöfaldast fjöldi kórónuveirusmita í Bretlandi á hverjum sjö dögum að sögn Patrick Vallance aðalvísindaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Ef þessi þróun heldur áfram mun staðan um miðjan október verða sú að um 50.000 manns smitist daglega um 200 munu látast.

Þetta sagði Vallance á fréttamannafundi á mánudaginn.

„Ef við bregðumst ekki við mun veiran fara á mikið flug,“

sagði Chris Whitty, landlæknir, á sama fundi.

„Það er sú stefna sem við erum nú á og ef við breytum henni ekki þá stöndum við frammi fyrir miklum vanda,“

bætti hann við og lagði áherslu á að á næstu sex mánuðum verði þjóðin að takast saman á við faraldurinn.

Bretar stefna inn í erfitt haust og vetur hvað varðar heimsfaraldurinn en smitum hefur fjölgað mikið eftir að slakað var á reglum, sem eiga að halda aftur af útbreiðslu veirunnar, í sumar. Um helgina tilkynnti ríkisstjórnin að þeir sem brjóta gegn reglum um sóttkví og einangrun eigi yfir höfði sér allt að 10.000 punda sekt. CNN skýrir frá þessu.

Haustið og veturinn verða sérstaklega erfið þar sem kalt veður ýtir fólki inn í hús og fleiri munu því safnast saman innandyra en í sumar og þar með aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin