Mælingin var gerð í 3.105 metra hæð á miðjum Grænlandsjökli, nærri hæsta punkti hans. Enginn veitti þessari mælingu athygli fyrr en nú þegar verið var að yfirfara gögn frá tíunda áratugnum.
Það var University of Wisconsin-Madison sem var með mælingastöð á stað sem nefnist Klinck. Þar var verið að bora og sækja ískjarna í jökulinn og þar mældist þetta gríðarlega frost.
Gamla metið var 67,8 gráður sem mældust tvisvar þar sem nú er Rússland. Fyrri mælingin var gerð í febrúar 1892 í Verkhoyansksk og sú síðari í Oimekon í janúar 1933. Mesta frost sem mælst hefur var 89,2 gráður á Suðurskautslandinu í júlí 1983. Greining á gervihnattarmyndum bendir til að frost hafi farið niður fyrir 90 gráður en það hefur aldrei verið staðfest formlega.