fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Síðbúið grænlenskt kuldamet – Mesta frost sem mælst hefur á norðurhveli jarðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 11:05

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg yfirferð á rannsóknargögnum sýnir að þann 22. desember 1991 mældist 69,6 gráðu frost á Grænlandi. Þetta þýðir að Grænlendingar geta nú stært sig af mesta frosti sem mælst hefur á norðurhveli jarðar. Alþjóða veðurfræðisstofnunin WMO hefur staðfest mælinguna.

Mælingin var gerð í 3.105 metra hæð á miðjum Grænlandsjökli, nærri hæsta punkti hans. Enginn veitti þessari mælingu athygli fyrr en nú þegar verið var að yfirfara gögn frá tíunda áratugnum.

Það var University of Wisconsin-Madison sem var með mælingastöð á stað sem nefnist Klinck. Þar var verið að bora og sækja ískjarna í jökulinn og þar mældist þetta gríðarlega frost.

Gamla metið var 67,8 gráður sem mældust tvisvar þar sem nú er Rússland. Fyrri mælingin var gerð í febrúar 1892 í Verkhoyansksk og sú síðari í Oimekon í janúar 1933. Mesta frost sem mælst hefur var 89,2 gráður á Suðurskautslandinu í júlí 1983. Greining á gervihnattarmyndum bendir til að frost hafi farið niður fyrir 90 gráður en það hefur aldrei verið staðfest formlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún