fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Nýjasta útspil Trump vekur áhyggjur af lýðræðinu í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 03:51

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fréttamannafundi í Hvíta húsinu á miðvikudagskvöldið sáði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einn einu sinni efa um hvort hann muni láta friðsamlega af völdum ef svo fer að hann tapi fyrir Joe Biden í forsetakosningunum þann 3. nóvember næstkomandi.

Fréttamaður spurði hann þá hvort hann myndi láta friðsamlega af völdum og afhenda Biden völdin.

„Við verðum að bíða og sjá hvað gerist,“

var svar Trump.

Svarið hefur vakið miklar áhyggjur marga stjórnmálamanna. Joe Biden sagði á fréttamannafundi að hann væri „orðlaus“ yfir þessu.

„Í hvaða landi erum við?“ Ég meina, hann segir óskynsamlega hluti,“

sagði Biden.

Einnig hafa margir þingmenn bent á að það sé mikið vandamál fyrir lýðræðið að forsetinn hafi opnað á þann möguleika að hafna niðurstöðum kosninganna.

„Það er svona sem lýðræðið deyr: Forseti sem heldur svo örvæntingarfullur í völdin að hann vill ekki láta af völdum friðsamlega,“

skrifaði Adam Schiff, Demókrati og formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á Twitter.

Mitt Romney, öldungardeilarþingmaður úr Repúblikanaflokknum, sagði einnig sína skoðun í tísti á Twitter:

„Það er mikilvægt fyrir lýðræðið að völdin séu afhent á friðsamlegan hátt. Án þess erum við Hvíta-Rússland. Sérhvert merki um að forsetinn geti ekki virt þessa stjórnarskrávörðu tryggingu er óhugsandi og óásættanleg,“

skrifaði hann.

Trump hefur margoft sagt að mörg atkvæði greidd bréfleiðis hafi kosningasvindl í för með sér og verði til þess að niðurstöðurnar verði Demókrötum í vil. Þessu hafa kjörstjórnir vísað á bug og segja að bréf, greidd bréfleiðis, séu alveg jafn örugg eða jafnvel öruggari en atkvæði greidd með hefðbundnum hætti.

Í gær blandaði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild þingsins, sér í málið og sagði öruggt að valdaskipti muni fara fram á eðlilegan hátt.

„Sigurvegari kosninganna 3. nóvember verður settur í embætti 20. janúar. Það verða heiðvirð valdaskipti, nákvæmlega eins og þau hafa verið fjórða hvert ár frá 1792,“

skrifaði hann á Twitter í gær og fór þannig gegn orðum Trump flokkbróður síns.

Talsmaður Hvíta hússins tók í sama streng í gærkvöldi og sagði að valdaskipti muni fara fram með venjulegum hætti ef Trump tapar kosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð