fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hnerraði tvisvar og var laminn fyrir vikið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 14:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran hefur sett margt úr skorðum í samfélaginu og margir eru logandi hræddir við að smitast af veirunni. Það hefur síðan í för með sér að umburðarlyndi sumra er minna en ella. Það á væntanlega við í líkamsárásarmáli sem kom upp í Faaborg á Fjóni í Danmörku nýlega.

Þar var kona á gangi með unnusta sínum. Þegar þau komu að bifreiðastæði einu í bænum hnerraði konan tvisvar. Þetta fór vægast sagt illa í nærstaddan mann sem gekk að konunni og sló hana tvisvar með krepptum hnefa í andlitið. Hann lét sig síðan hverfa á brott.

Konan hlaut áverka í andliti og var flutt á sjúkrahús. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan vinnur að rannsókn þess og hefur greinargóða lýsingu á ofbeldismanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið