fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 17:05

Vitað er að grábirnir og ísbirnir hafa eignast afkvæmi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðimaður var drepinn af grábirni í Wrangell-St. Elias þjóðgarðinum í Alaska um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem grábjörn verður manneskju að bana í þjóðgarðinum.

Veiðimaðurinn var í 10 daga veiðiferð með vini sínum en þeir ætluðu að veiða elg. Þeir voru nærri Chisana River þegar grábjörninn réðst á þá á sunnudaginn að sögn þjóðgarðsyfirvalda.

Í tilkynningu frá þjóðgarðsyfirvöldum segir að á þeim 40 árum sem eru liðin síðan þjóðgarðurinn var stofnaður hafi aldrei verið tilkynnt um mannskæða árás grábjarna. Gestir garðsins eru hvattir til að sýna aðgæslu. Fram kemur í tilkynningunni að grábirnir forðist yfirleitt fólk ef þeir sjá það eða heyra og mjög sjaldgæft sé að þeir ráðist á fólk. Ef fólk verður fyrir árás er besta ráðið að leggjast á magann með glennta fætur og þykjast vera dáinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki