Veiðimaðurinn var í 10 daga veiðiferð með vini sínum en þeir ætluðu að veiða elg. Þeir voru nærri Chisana River þegar grábjörninn réðst á þá á sunnudaginn að sögn þjóðgarðsyfirvalda.
Í tilkynningu frá þjóðgarðsyfirvöldum segir að á þeim 40 árum sem eru liðin síðan þjóðgarðurinn var stofnaður hafi aldrei verið tilkynnt um mannskæða árás grábjarna. Gestir garðsins eru hvattir til að sýna aðgæslu. Fram kemur í tilkynningunni að grábirnir forðist yfirleitt fólk ef þeir sjá það eða heyra og mjög sjaldgæft sé að þeir ráðist á fólk. Ef fólk verður fyrir árás er besta ráðið að leggjast á magann með glennta fætur og þykjast vera dáinn.