Vialva var úrskurðaður látinn klukkan 18.46 að staðartíma í Indiana. Aftaka hans var gerð á sama tíma og mótmæli gegn banvænni valdbeitingu lögreglunnar gegn svörtu fólki standa yfir víða um landið sem og umræða um kynþáttamismunun, þar á meðal í réttarvörslukerfinu.
Af þeim 56 sem bíða nú aftöku á vegum alríkisins eru 26 svartir, eða 46% en 22, eða 39%, eru hvítir. Svartir eru um 13% íbúa Bandaríkjanna.
Í skýrslu sem samtökin Death Penalty Information Center í Washington sendu frá sér fyrr í mánuðinum á kynþáttamismunun sér líklega stað þegar dauðadómar eru kveðnir upp. Í skýrslunni kemur fram að morðingjar, sem myrða hvítt fólk, séu níu sinnum oftar dæmdir til dauða en þeir sem myrða svart fólk.
Á valdatíma Trump hefur alríkisstjórnin látið taka tvöfalt fleiri af lífi en allir forverar Trump í Hvíta húsinu samanlagt frá 1963.