Óveður, flóð, skógareldar og engisprettur hröktu 10 milljónir að heiman. Í Sýrlandi, Kongó og Búrkína Fasó voru það stríðsátök sem hröktu um 5 milljónir að heiman. Guardian skýrir frá þessu.
„Þessar skelfilegu tölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýna að margir eru í vanda í heiminum. Kórónuveirufaraldurinn hefur dregið enn frekar úr aðgengi að heilbrigðiskerfi og aukið á efnahagslegan vanda illra stadda þjóðfélagshópa,“
er haft eftir Alexandra Bilak forstjóra IDMC.
Auknar aðgerðir sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í janúar og fram í mars hröktu 1,5 milljónir á flótta. Fellibylurinn Amphans hrakti 3,3 milljónir frá heimilum sínum í Banglades og Indlandi.
Samkvæmt frétt Guardian er reiknað með að margar milljónir til viðbótar muni hrekjast frá heimilum sínum á næstu mánuðum vegna veðurs en mörgum illviðrum er spáð í vetur.