fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Tveir lögreglumenn skotnir í Louisville í mótmælum vegna máls Breonna Taylor

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 04:00

Frá óeirðunum í nótt. Mynd:EPA-EFE/Mark Lyons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir lögreglumenn voru skotnir í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum í gærkvöldi að staðartíma. Þetta gerðist þegar mótmælt var í borginni eftir að ljóst var að enginn lögreglumaður yrði ákærður fyrir drápið á Breonna Taylor í mars. Taylor, sem var 26 ára, var skotin til bana á heimili sínu þegar lögreglan réðst til inngöngu á grunni rangra upplýsinga um fyrrum unnusta Taylor.

Í gær var tilkynnt að enginn lögreglumaður verði ákærður beint fyrir drápið en einn, Brett Hankison, verður ákærður fyrir tilefnislausa valdbeitingu með því að hafa hleypt af skotum inn í aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sem Taylor bjó í. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvert brot en þau eru samtals þrjú. Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, sagði í gær að rannsókn hefði leitt í ljóst að valdbeiting tveggja annarra lögreglumanna hefði verið í samræmi við reglur. Tilkynningin vakti reiði margra og safnaðist fólk saman til að mótmæla. Nokkrir voru handteknir í átökum við lögreglu.

Robert Schroeder, lögreglustjóri í borginni, sagði á fréttamannafundi að tveir lögreglumenn hefðu verið skotnir í miðborginni þegar þeir brugðust við tilkynningum um skothvelli. Hann sagði að þeir hefðu báðir verið fluttir á sjúkrahús og væri ástand þeirra „stöðugt“. Hann sagði að einn hefði verið handtekinn vegna málsins.

Óeirðarlögregla og þjóðarvarðlið hafa tekist á við mótmælendur í borginni í nótt og hafa notað brynvarin ökutæki frá hernum auk táragass. Sky skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“