fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 06:30

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær þurfti að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni, sem er á braut um jörðina, fram hjá geimrusli til að tryggja að það lenti ekki á geimstöðinni. Bandarískir og rússneskir flugumferðarstjórar unnu saman að verkefninu við að stilla braut geimstöðvarinnar af og færa hana úr stað til að forðast árekstur.

Geimruslið fór fram hjá geimstöðinni í aðeins 1,4 kílómetra fjarlægð segir í tilkynningu frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Í tilkynningunni hvetur NASA til betri umgengni við geiminn.

Tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður dvelja nú í geimstöðinni og fóru þeir yfir í Souyz geimfarið sitt þegar aðgerðin hófst til að þeir gætu brugðist við og yfirgefið geimstöðina ef þörf krefði. Allt gekk þó eins og í sögu og gátu geimfararnir snúið aftur inn í geimstöðina og tekið upp fyrri iðju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið