Geimruslið fór fram hjá geimstöðinni í aðeins 1,4 kílómetra fjarlægð segir í tilkynningu frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Í tilkynningunni hvetur NASA til betri umgengni við geiminn.
Tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður dvelja nú í geimstöðinni og fóru þeir yfir í Souyz geimfarið sitt þegar aðgerðin hófst til að þeir gætu brugðist við og yfirgefið geimstöðina ef þörf krefði. Allt gekk þó eins og í sögu og gátu geimfararnir snúið aftur inn í geimstöðina og tekið upp fyrri iðju.