Í samtali við CNN benti Dr. Peter Hotez, deildarforseti hitabeltissjúkdómadeildar Baylor College, á að það hafi valdið miklum vandræðum að slakað hafi verið á hömlum sem settar voru til að hefta útbreiðslu veirunnar.
„Við erum að horfa fram á heimsendalíkt bakslag, verð ég því miður að segja. Það gerist af því að við neyðum skóla á svæðum þar sem er mikið um smit til að opna á nýjan leik. Okkur skorti forystumenn á landsvísu sem segja fólki að nota andlitsgrímur og halda góðri fjarlægð sín á milli,“
sagði hann við CNN. Jeanne Marrazzo, deildarforseti smitsjúkdómadeildar Alabama University í Birmingham, tók í sama streng og sagði að fólk væri almennt þreytt á heimsfaraldrinum.
„Þess utan hjálpar það ekki að við fáum sífellt misvísandi upplýsingar sem setja spurningarmerki við hvernig við berjumst við veiruna,“
sagði hún.