Svissneska fréttastofan SDA skýrir frá þessu. Fram kemur að 13 unglingar á aldrinum 15 til 16 ára hafi verið fluttir með sjúkrabifreiðum á sjúkrahús en einn 16 ára var fluttur með þyrlu. Ekki hefur verið skýrt frá ástandi unglinganna.
Á vef Videnskab.dk kemur fram að eldingar geti lent í fólki á nokkra mismunandi vegu. Þær geta meðal annars farið í gegnum líkamann innanverðan. Það gerist ef viðkomandi er á þeirri slóð sem eldingin fer þá fer hún í gegnum líkama viðkomandi. Þegar eldingin fer í gegnum líkamann leitar hún að þeirri leið þar sem minnst mótstaða er en það er yfirleitt í vöðvum og taugum. Mikil hætta er á lífshættulegum áverkum ef eldingin fer í heilann, sem er samansettur af taugavef, eða hjartað, sem er vöðvi.
Elding getur einnig farið um líkamann utanverðan en þá fer eldingin um yfirborð líkamans. Þá er mesta hættan að fá brunasár á húðina af völdum rafstraumsins.