Honum brá töluvert þegar hann sá að það var heili á stærð við mannsheila. Hann tilkynnti lögreglunni um málið. Fyrir helgi staðfesti lögreglan, eftir rannsóknir, að ekki væri um mannsheila að ræða. CNN skýrir frá þessu.
Stór bleik teygja var utan um álpappírinn og því hélt Senda að um fíkniefni eða peninga væri að ræða. Hann hafði að hluta rétt fyrir sér því við hlið heilans voru bleik blóm og útlendir peningar.
„Ég er ánægður með að það var ég sem fann hann. Ímyndaðu þér ef það hefði verið amma, mamma eða barn að leik sem hefði fundið hann,“
sagði hann í samtali við CNN og bætti við:
„Ég er 47 ára og ég er skelfingu lostinn.“
Íbúar í Racine hafa að vonum mikið rætt þetta undarlega mál og velt fyrir sér af hverju heilinn var á ströndinni og hvaðan hann kom. Sumir hafa viðrað hugmyndir um að þetta tengist einhverskonar helgiathöfn en engin svör hafa fengist. Lögreglan er engu nær og veit ekki einu sinni úr hvaða dýri heilinn er.