fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Undarlegur fundur – Fann heila vafinn inn í álpappír

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 05:40

Heilinn var innpakkaður í álpappír. Mynd:James Senda/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var James Senda á göngu á ströndinni nærri heimabæ sínum Racine í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann var að leita að sjávargleri þegar hann rakst á eitthvað stórt vafið inn í álpappír. Hann stóðs ekki mátið og skoðaði hvað var vafið inn í álpappírinn.

Honum brá töluvert þegar hann sá að það var heili á stærð við mannsheila. Hann tilkynnti lögreglunni um málið. Fyrir helgi staðfesti lögreglan, eftir rannsóknir, að ekki væri um mannsheila að ræða. CNN skýrir frá þessu.

Stór bleik teygja var utan um álpappírinn og því hélt Senda að um fíkniefni eða peninga væri að ræða. Hann hafði að hluta rétt fyrir sér því við hlið heilans voru bleik blóm og útlendir peningar.

„Ég er ánægður með að það var ég sem fann hann. Ímyndaðu þér ef það hefði verið amma, mamma eða barn að leik sem hefði fundið hann,“

sagði hann í samtali við CNN og bætti við:

„Ég er 47 ára og ég er skelfingu lostinn.“

Íbúar í Racine hafa að vonum mikið rætt þetta undarlega mál og velt fyrir sér af hverju heilinn var á ströndinni og hvaðan hann kom. Sumir hafa viðrað hugmyndir um að þetta tengist einhverskonar helgiathöfn en engin svör hafa fengist. Lögreglan er engu nær og veit ekki einu sinni úr hvaða dýri heilinn er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans