fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Pressan

Ný rannsókn – Engin tengsl á milli einhverfu og bóluefnis gegn svínaflensunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 08:01

Svo virðist sem ekki hafi allt verið með felldu við bólusetningu barnanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar sænskrar rannsóknar  sýna að engin tengsl eru á milli bólusetninga gegn svínaflensu og einhverfu. Þessi niðurstaða getur lagt grunninn að þekkingu fyrir bóluefni framtíðarinnar.

Heimsfaraldur svínaflensu skall á heimsbyggðinni 2009. Talið er að allt frá 700 milljónum upp í 1,4 milljarða jarðarbúa hafi smitast af veirunni. 284.000 létust af hennar völdum. Þegar bóluefni var tilbúið var víða hafist handa við að bólusetja fólk gegn veirunni.

Það var bóluefnið Pandemrix sem var notað gegn veirunni en í fyrri rannsóknum hefur ekki verið hægt að útiloka tengsl á milli þess og einhverfu barna. En í nýju sænsku rannsókninni er kveðið upp úr með afgerandi hætti um að engin tengsl séu þar á milli. Það voru vísindamenn við Karólínsku stofnunina sem gerðu rannsóknina. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir fylgdust með 30.000 óbólusettum konum og 40.000 konum, sem voru bólusettar við svínaflensu veturinn 2009-2010, og börnum þeirra í sex ár. Eitt prósent barna bólusettu kvennanna höfðu verið greind með einhverfu eftir sex ár. Hjá óbólusettu konunum var hlutfallið 1,1 prósent.

Jonas F. Ludvigsson vann að rannsókninni ásamt fleirum. Í samtali við Forskning & Framsteg sagði hann að niðurstöðurnar geti lagt grunninn að þekkingu fyrir bóluefni framtíðarinnar, til dæmis í tengslum við þróun bóluefna gegn kórónuveirum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn