fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Kona handtekin grunuð um að hafa sent Donald Trump eitur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 05:13

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem er grunuð um að hafa sent Donald Trump, Bandaríkjaforseta, bréf sem innihélt eitrið rísin var handtekin á landamærunum við Kanada í gær að sögn bandarískra embættismanna. Hún reyndi þá að komast frá Kanada inn í New York ríki.

Sky segir að ekki hafi verið skýrt frá nafni hennar en hún verði væntanlega ákærð af bandarískum saksóknurum.

Bréfið var stílað á Trump en starfsmenn alríkislögreglunnar FBI hófu rannsókn á sendingunni eftir að bréfið var opnað í sérstakri póstmiðstöð Hvíta hússins þar sem allur póstur til forsetans og Hvíta hússins er rannsakaður áður en hann er fluttur í Hvíta húsið.

Kanadíska lögreglan sagði að svo virðist sem bréfið hafi verið sent frá Kanada.

Rísin er náttúrulegt eitur sem getur orðið fólki að bana. Magn á borð við títuprjónshaus getur drepið fullorðna manneskju á 36 til 72 klukkustundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu