Sky segir að ekki hafi verið skýrt frá nafni hennar en hún verði væntanlega ákærð af bandarískum saksóknurum.
Bréfið var stílað á Trump en starfsmenn alríkislögreglunnar FBI hófu rannsókn á sendingunni eftir að bréfið var opnað í sérstakri póstmiðstöð Hvíta hússins þar sem allur póstur til forsetans og Hvíta hússins er rannsakaður áður en hann er fluttur í Hvíta húsið.
Kanadíska lögreglan sagði að svo virðist sem bréfið hafi verið sent frá Kanada.
Rísin er náttúrulegt eitur sem getur orðið fólki að bana. Magn á borð við títuprjónshaus getur drepið fullorðna manneskju á 36 til 72 klukkustundum.