Rússar voru ekki lengi að láta heyra frá sér eftir að skýrt var frá þessari tímamótauppgötvun og sagði Dmitry Rogozin, forstjóri rússnesku geimferðastofnunarinnar Roscosmos, að Venus væri rússnesk.
Rússar ætla að taka þátt í geimferð til Venusar með Bandaríkjamönnum en ætla einnig að standa einir að ferð þangað.
„Við teljum að Venus sé rússnesk pláneta. Þess vegna ætlum við ekki að standa öðrum ríkjum að baki,“
Sagði Rogozin og vísaði þar til þess að Sovétríkin voru og eru enn eina ríkið sem hefur lent geimfari á Venusi. Geimförin entust þó ekki lengi því hitinn og þrýstingurinn gerðu fljótlega út af við þau. Geimfarið Venera 9 tók einu myndina sem enn hefur verið tekin af yfirborði plánetunnar en hún er hulin miklu skýjaþykkni svo ekki er hægt að rannsaka yfirborðið úr geimförum á sporbraut um plánetuna eða héðan frá jörðinni.