fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Slagurinn um Venus er hafinn – „Rússnesk pláneta“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. september 2020 09:00

Venus. Mynd:NASA/JPL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kapphlaupið um systurplánetu jarðarinnar, Venus, er hafið eftir að tilkynnt var að hugsanlega sé líf að finna á plánetunni. Vísindamenn hafa fundið fosfín, sem myndast í verksmiðjum hér á jörðinni eða sem úrgangsefni frá örverum. Fosfín er að finna í skýjum á Venus og því er ekki talið útilokað að þar þrífist líf í skýjunum en aðstæður á yfirborði plánetunnar eru þannig að ólíklegt má telja að líf geti þrifist þar. Hitinn er geigvænlegur sem og þrýstingurinn.

Rússar voru ekki lengi að láta heyra frá sér eftir að skýrt var frá þessari tímamótauppgötvun og sagði Dmitry Rogozin, forstjóri rússnesku geimferðastofnunarinnar Roscosmos, að Venus væri rússnesk.

Rússar ætla að taka þátt í geimferð til Venusar með Bandaríkjamönnum en ætla einnig að standa einir að ferð þangað.

„Við teljum að Venus sé rússnesk pláneta. Þess vegna ætlum við ekki að standa öðrum ríkjum að baki,“

Sagði Rogozin og vísaði þar til þess að Sovétríkin voru og eru enn eina ríkið sem hefur lent geimfari á Venusi. Geimförin entust þó ekki lengi því hitinn og þrýstingurinn gerðu fljótlega út af við þau. Geimfarið Venera 9 tók einu myndina sem enn hefur verið tekin af yfirborði plánetunnar en hún er hulin miklu skýjaþykkni svo ekki er hægt að rannsaka yfirborðið úr geimförum á sporbraut um plánetuna eða héðan frá jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“