fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Baráttan um kórónuveirupeningana

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. september 2020 14:00

Taka Svíar upp evru í stað krónunnar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurreisnarsjóður ESB vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er 750 milljarðar evra og verður hluti upphæðarinnar beinn styrkur til aðildarríkjanna en hluti í formi lána. Ítalir geta notað 20 milljarða evra á næsta ári af þeim 200 milljörðum sem er reiknað með að þeir fái úr sjóðnum. Margir hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja fá sinn hlut af þessum peningum.

Á óskalistanum eru meðal annars gjafakort fyrir tölvukaup, 5G farsímakerfi í stóru borgunum og þróun samfélags þar sem reiðufé er ekki notað. Þetta eru aðeins nokkur þeirra 557 verkefna sem eru á ítalska óskalistanum. Hann hefur ekki enn verið kynntur í Brussel og því gæti eitthvað átt eftir að bætast við hann. En þessi 557 verkefni kosta þrefalt meira en Ítalir munu fá á næsta ári.

Fram undan eru kosningar til héraðsstjórna og mikilvæg þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur ýtt stjórnmálamönnum út í uppgjör um hvernig á að nota þessa peninga. Allir vilja fá peninga heim í sitt hérað og óttast að verða sakaðir um værukærð þegar fyrstu tillögurnar verða sendar til ESB.

Paolo Gentiloni, sem fer með fjármál í framkvæmdastjórn ESB, hefur lagt áherslu á að ekki eigi að nota þessa peninga í skúffuverkefni. Verkefnin eiga að gagnast ítölsku efnahagslífi. Hann ætti að þekkja til mála þar í landi enda fyrrum forsætisráðherra.

Bankitalia hefur bent á að ef peningarnir verða notaðir á skynsaman hátt þá geti það aukið verga þjóðarframleiðslu og skapað 600.000 störf á fimm árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú