Á óskalistanum eru meðal annars gjafakort fyrir tölvukaup, 5G farsímakerfi í stóru borgunum og þróun samfélags þar sem reiðufé er ekki notað. Þetta eru aðeins nokkur þeirra 557 verkefna sem eru á ítalska óskalistanum. Hann hefur ekki enn verið kynntur í Brussel og því gæti eitthvað átt eftir að bætast við hann. En þessi 557 verkefni kosta þrefalt meira en Ítalir munu fá á næsta ári.
Fram undan eru kosningar til héraðsstjórna og mikilvæg þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur ýtt stjórnmálamönnum út í uppgjör um hvernig á að nota þessa peninga. Allir vilja fá peninga heim í sitt hérað og óttast að verða sakaðir um værukærð þegar fyrstu tillögurnar verða sendar til ESB.
Paolo Gentiloni, sem fer með fjármál í framkvæmdastjórn ESB, hefur lagt áherslu á að ekki eigi að nota þessa peninga í skúffuverkefni. Verkefnin eiga að gagnast ítölsku efnahagslífi. Hann ætti að þekkja til mála þar í landi enda fyrrum forsætisráðherra.
Bankitalia hefur bent á að ef peningarnir verða notaðir á skynsaman hátt þá geti það aukið verga þjóðarframleiðslu og skapað 600.000 störf á fimm árum.