„Við munum aldrei láta undan. Við munum aldrei gefast upp,“
skrifar Laurent Sourisseau, ritstjóri tímaritsins, í tengslum við endurútgáfuna.
12 voru drepnir í árásinni á höfuðstöðvar tímaritsins, þar á meðal nokkrir virtust teiknarar og textahöfundar Frakklands. Það voru bræðurnir Said og Chérif Kouachi sem ruddust inn í höfuðstöðvarnar og hófu skothríð. Birting tímaritsins á umdeildum myndum af spámanninum höfðu þá vakið mikla athygli og reiði margra. Bræðurnir voru felldir af lögreglunni þar sem þeir höfðu komið sér fyrir í prentsmiðju í útjaðri Parísar.