fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Dýrt tjáningarfrelsi – Öryggisgæsla Rasmus Paludan hefur kostað 2,7 milljarða

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. september 2020 08:00

Rasmus Paludan í mótmælagöngu á vegum Stram Kurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tjáningarfrelsið er dýrmætt og ber að virða. Samt sem áður er hætt við að kaffið hafi farið öfugt ofan í marga Dani í vikunni þegar þeir lásu frétt um kostnað við öryggisgæslu Rasmus Paludan formanns öfgahægriflokksins Stram Kurs. Á fyrstu átta mánuðum ársins var kostnaðurinn 13,2 milljónir danskra króna en það svarar til um 286 milljóna íslenskra króna.

BT fékk aðgang að gögnum ríkislögreglustjóraembættisins um kostnaðinn við gæslu Paludans en hann er ofarlega á óvinsældalista margra múslima en hann og flokkur hans beina spjótum sínum aðallega að múslimum. Lögreglan telur að lífi Paludans sé hætta búin og því nýtur hann sólarhringsgæslu lögreglunnar.

Ef þessum 13,2 milljónum er bætt við kostnaðinn við öryggisgæslu hans á síðasta ári, en þá voru þingkosningar og kosningabarátta sem krafðist aukinnar öryggisgæslu, þá er kostnaðurinn 127 milljónir en það svarar til um 2,7 milljarða íslenskra króna.

Það er leyniþjónusta dönsku lögreglunnar sem annast öryggisgæsluna og nýtur aðstoðar annarra lögregluembætta við hana. Paludan hefur farið víða um Danmörku og mótmælt múslimum. Hann hefur margoft mótmælt í hverfum, þar sem margir múslimar búa, og brennt Kóraninn. Þetta hefur því að vonum skapað honum miklar óvinsældir meðal múslima og morðhótunum hefur rignt yfir hann.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar þá fóru 23.400 vinnustundir í gæslu Paludans frá áramótum til loka júlí.

Paludan, sem er menntaður lögfræðingur, hefur átt erfitt með að halda sig innan marka þess sem tjáningarfrelsið heimilar. Á síðasta ári var hann dæmdur fyrir brot á því ákvæði hegningarlaga sem varðar kynþáttaníð og í júní var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Hann var einnig sviptur réttinum til að annast sakamál næstu þrjú ár. Hann áfrýjaði þeim dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans