Mia Mottley, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni að íbúar landsins vilji að samlandi þeirra verði þjóðhöfðingi. Þetta sé yfirlýsing um trú þjóðarinnar á sjálfa sig og hvað hún getur gert. BBC skýrir frá þessu.
Hjá bresku konungshirðinni fengust þau svör að þetta væri alfarið málefni Barbados. Heimildarmaður innan konungshirðarinnar sagði að hugmyndin kæmi ekki bara upp úr þurru, þetta hafi margoft verið viðrað og rætt.
Ef þetta gengur eftir verður Barbados ekki fyrsta fyrrum breska nýlendan í Karíbahafinu til að verða lýðveldi. Áður hafa Guyana, Trinidad og Tobago og Dominica stigið þetta skref. Löndin eru þó öll enn í breska samveldinu.
Elísabet II er nú þjóðhöfðingi 15 ríkja.