fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Saka Hezbollah um að safna vopnum og ammoníumnítrati í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 19:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld saka hryðjuverkasamtökin Hezbollah um að vera að sanka að sér vopnum og ammoníumnítrati víða í Evrópu. Þetta er sagt vera geymt víða í álfunni og eigi að nota í hryðjuverkaárásum í framtíðinni, árásum sem stjórnvöld í Íran muni fyrirskipa.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið Nathan Sales, hjá gagnhryðjuverkadeild varnarmálaráðuneytisins, sem hafi sagt þetta og um leið hvatt Evrópuríki til að taka harðar á Hezbollah.

Ásakanirnar koma sex vikum eftir hina gríðarlegu sprengingu í Beirút í Líbanon þar sem vörugeymsla full af ammoníumnítrati sprakk með hörmulegum afleiðingum. Efnið hafði verið þar í sex ár. Hezbollah er sagt hafa mikil áhrif á rekstur hafnarinnar í Beirút.

Sales sagði að vopn frá Hezbollah hafi verið flutt í gegnum Belgíu, til Frakklands, Grikklands, Ítalíu, Spánar og Sviss. Einnig hafi yfirvöld lagt hald á mikið magn af ammoníumnítrati í Frakklandi, Grikklandi og á Ítalíu.

Hann varpaði fram spurningu um af hverju Hezbollah væri að geyma ammoníumnítrat í Evrópu og sagði að svarið væri augljóst. Þá sé hægt að fremja stór hryðjuverk hvar sem þörf er á að mati stjórnendanna í Teheran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim