„Það dregur úr áhættu ef kynlífið er stundað á stórum opnum svæðum þar sem vel loftar um,“
segir meðal annars. Orðalagið vakti nokkra undrun og þurftu yfirvöld að útskýra það nánar til að koma í veg fyrir misskilning. Í tilkynningu frá yfirvöldum kemur fram að ekki sé verið að hvetja til kynlífs á opinberum stöðum, heldur sé verið að hvetja fólk til að lofta vel út á meðan það stunda kynlíf.
Einnig kemur fram að veiran berist auðveldlega á milli fólks við útöndun eða með hráka og því er fólki ráðlagt að sleppa því að kyssast, sérstaklega ef það þekkir ekki mótaðilann vel. Fólk er einnig hvatt til að nota viðeigandi varnir, til dæmis smokka, þegar kemur að munngælum.
Eldra fólk er sérstaklega hvatt til að gæta sín og þeir sem eru 65 ára og eldri og glíma við hjartasjúkdóma og krónísk öndunarfæravandamál þurfa að sýna sérstaka aðgæslu. Bent er á að það geti verið heppilegra fyrir fólk í þessum hópi að stunda sjálfsfróun en kynlíf með öðrum.
Öllum er ráðlagt að gæta vel að hreinlæti fyrir og eftir kynlíf. Fólk er hvatt til að fara í sturtu fyrir og eftir og að þvo hendur vel með sápu og vatni í 20 sekúndur hið minnsta áður en kynlífið hefst.