Brasilíska sjónvarpsstöðin RIC Mais segir að samt sem áður sé svæðið vinsælt meðal almennings sem fari þangað til að synda.
Vinkonurnar tóku myndir af sér á toppi fossins. Þær birtu myndina síðan á Instagram en aðeins nokkrum mínútum síðar hröpuðu þær báðar til bana en fallið var um 30 metrar.
Dagblaðið UOL hefur eftir talsmanni lögreglunnar að vinkonurnar hafi staðið á barmi fossins þegar annarri skrikaði fótur og rann út fyrir. Hin reyndi þá að koma henni til aðstoðar en rann einnig.
Á myndinni, sem vinkonurnar birtu á Instagram, sést fólk í vatninu fyrir neðan fossinn. Það voru því mörg vitni að slysinu. Strax var hringt í neyðarlínuna.
Bruna var úrskurðuð látin á vettvangi en Monique lést á sjúkrahúsi skömmu eftir að komið var með hana þangað.
Aðstæður til björgunar voru erfiðar vegna aðstæðna á vettvangi og þurfti að fá aðstoð frá herlögreglunni og þyrlu á hennar vegum.