Safnið er umfjöllunarefni í grein á vef Danska ríkisútvarpsins sem birtist í gær. Greinarhöfundur heimsótti safnið og skýrði frá upplifun sinni.
„Hér eru til sýnis 80 matartegundir frá öllum heimshornum. Matur sem á einn eða annan hátt er talinn ógeðslegur,“
segir greinarhöfundur og hefur eftir Andreas Ahrens, safnstjóra, að margir kasti upp þegar þeir heimsækja safnið.
Gestum er boðið að smakka sumt af matnum, ef þeir þora.
„Ég byrja á nýrri sýningu um ógeðslegt áfengi. Hér er hægt að upplifa allt frá íslenskum hvalaeistnabjór til fishky – þýskt viskí sem er látið liggja í gömlum saltsíldartunnum,“
segir greinarhöfundur og hefur eftir safnstjóranum að það bragðist eins og blanda af ælu og viskíi. Síðan fylgir lýsing á einu og öðru sem fyrir augu ber á safninu þar til kemur að viðbjóðslegustu upplifunin á safninu að mati greinarhöfundar.
Er fyrirsögn frásagnar greinarhöfundar um það þegar hún fékk að smakka íslenskan hákarl.
„Sem betur fer eru ekki nautatyppi eða maðkaður ostur með í bragðprufum dagsins en samt sem áður verður þetta mjög slæmt. Úr kæliborðinu töfrar Andreas Ahrens skyndilega fram ljósgulbrúnan fisk á diski. Þetta er biti af íslenskum hákarli, sem á dönsku þýðir „kæstur hákarl“ – sumir kalla þetta rotinn hákarl,“
segir greinarhöfundur og lýsir síðan hvernig smökkunin fór fram:
„Ég treð hákarlsbita upp í munninn og tygg vel. Síðan tekur helvíti við, vægast sagt. Hættið nú alveg hvað þetta er ógeðslegt. Sterkt ammoníakbragð ræðst á tunguna og mér finnst ég samstundis hafa gleypt útihátíðarklósett,“
segir greinarhöfundur um íslenskan hákarl.
Á vef DR er hægt að lesa enn meira um þessa áhugaverðu upplifun.