fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 06:59

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kom Robert Redfield, yfirmaður bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar Centers for Disease Control and Prevention (CDC) fyrir þingnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings.  Hann sagði þá meðal annars að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði líklega ekki tilbúið til notkunar í Bandaríkjunum fyrr en langt er liðið á næsta ár.

„Ef þú spyrð mig hvenær það verður almennt aðgengilegt fyrir bandarískan almenning, þannig að við getum farið að nota það og tekið upp fyrri lífshætti, verðum við væntanlega að bíða þar til á öðrum eða þriðja ársfjórðungi 2021,“

sagði hann þingnefndinni. Hann sagði einnig að þegar bóluefnið verður tilbúið þá muni taka sex til níu mánuði að bólusetja nægilega marga Bandaríkjamenn. New York Times skýrir frá þessu.

Hann sagði einnig að ríki Bandaríkjanna bráðvanti fleiri úrræði og peninga ef þau  eiga að geta tryggt dreifingu bóluefnis til almennings. ABC News skýrir frá þessu.

„Við þurfum mikið af peningum og núna er rétti tíminn til að koma þeim til ríkjanna. Núna skortir okkur fé,“

sagði Redfield.

Á þriðjudaginn sagði Donald Trump, forseti, að líklega væru aðeins 3 til 4 vikur í að bóluefni yrði tilbúið til notkunar. Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagðist hann vera ósammála orðum Redfield.

„Ég sá þetta og hringdi í hann og sagði: „Hvað meintirðu með þessu?““

sagði Trump og bætti við að Redfield hafi verið „ringlaður“ þegar hann tjáði sig um hvenær bóluefni verði tilbúið til notkunar.

„Ég held að hann hafi gert mistök þegar hann sagði þetta. Þetta voru bara rangar upplýsingar. Ég held að hann hafi verið ringlaður,“

bætti hann við að sögn CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga