Þessi hópur veit ekki að sex milljónir gyðinga voru myrtir í Helförinni og rúmlega 10% töldu að gyðingar hafi sjálfir átt sök á Helförinni.
Samkvæmt frétt The Guardian þá leiddi könnunin einnig í ljós að 48% aðspurðra gátu ekki nefnt nafn á neinum útrýmingarbúðum eða gettóum, þar sem gyðingum var safnað saman, síðari heimsstyrjaldarinnar. 56% sögðust hafa séð merki nasista á samfélagsmiðlum eða í nærsamfélagi sínu og 49% höfðu séð afneitanir á Helförinni á samfélagsmiðlum eða annars staðar á netinu.
„Niðurstöðurnar eru sláandi og dapurlegar og þær sýna mikilvægi þess að við bregðumst við núna á meðan fólk, sem lifði Helförina af, er á lífi og getur sagt sögu sína,“
sagði Gideon Taylor, forseti Conference on Jewish Material Claims Against Germany, sem lét gera könnunina. Hann sagði að komast þurfi að ástæðum þess að svona illa gangi að fræða yngri kynslóðirnar um Helförina og þann lærdóm sem er hægt að draga af fortíðinni.