fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Flugferðir „út í bláinn“ sækja í sig veðrið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 20:31

Singapore Airlines hefur boðið upp á svona ferðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndin virtist svo fáránleg að hún hefði kannski ekki átt að verða að veruleika en hún varð að veruleika í síðasta mánuði. Þá stóðu tvö flugfélög í Japan og á Taívan fyrir undarlegum flugferðum þar sem áfangastaðurinn var sami flugvöllurinn og flogið var frá. Farþegarnir fóru sem sagt í nokkurra klukkustunda flugferð án nokkurs eiginlegs áfangastaðar.

Næg eftirspurn var eftir þessum ferðum. Farþegarnir fengu auðvitað mat og drykk í ferðinni og þeir sem voru svo heppnir að sitja við glugga gátu notið útsýnisins en reynt var að fljúga yfir fallega staði.

Samkvæmt frétt CNBC þá er þessi ferðamáti nú í þróun sem hluti af „staycation“ hugtakinu sem nær yfir að vera í fríi heima því ekki er hægt að fara úr landi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Sem sagt að vera í fríi en samt heima.

Singapore Airlines ætlar nú að þróa þessa hugmynd aðeins betur og bjóða upp á ferðir með engan áfangastað. Ferðirnar munu hefjast á Changi-flugvellinum í Singapore. Þaðan hefja vélarnar sig á loft og lenda aftur. Þá fara farþegarnir með glæsibifreiðum að lúxushóteli þar sem þeir verða í smá fríi. Þeir sem eru reiðubúnir til að borga nógu mikið geta fengið aðgang að lúxusbiðsal Singapore Airlines þar sem boðið er upp á mat og drykk. Þar hlýtur umgjörðin að vera góð því flugfélagið hefur margoft verið kjörið besta flugfélag heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“