Næg eftirspurn var eftir þessum ferðum. Farþegarnir fengu auðvitað mat og drykk í ferðinni og þeir sem voru svo heppnir að sitja við glugga gátu notið útsýnisins en reynt var að fljúga yfir fallega staði.
Samkvæmt frétt CNBC þá er þessi ferðamáti nú í þróun sem hluti af „staycation“ hugtakinu sem nær yfir að vera í fríi heima því ekki er hægt að fara úr landi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Sem sagt að vera í fríi en samt heima.
Singapore Airlines ætlar nú að þróa þessa hugmynd aðeins betur og bjóða upp á ferðir með engan áfangastað. Ferðirnar munu hefjast á Changi-flugvellinum í Singapore. Þaðan hefja vélarnar sig á loft og lenda aftur. Þá fara farþegarnir með glæsibifreiðum að lúxushóteli þar sem þeir verða í smá fríi. Þeir sem eru reiðubúnir til að borga nógu mikið geta fengið aðgang að lúxusbiðsal Singapore Airlines þar sem boðið er upp á mat og drykk. Þar hlýtur umgjörðin að vera góð því flugfélagið hefur margoft verið kjörið besta flugfélag heims.