Þann 24. ágúst 2012 var hann dæmdur í vistun í fangelsi, að lágmarki skal hann afplána 10 ár. Það eru því liðin rúmlega átta ár síðan Breivik var dæmdur og 10 ára lágmarkið nálgast því. Breivik hefur ekki áhuga á að sitja í fangelsi degi lengur en þessi 10 ár og því hefur hann sótt um reynslulausn.
VG hefur eftir Øystein Storrvik, lögmanni Breivik, að hann hafi sent inn beiðni um reynslulausn fyrir hönd Breivik.
„Hann á rétt á að dómstóll taki umsókn hans um reynslulausn fyrir þegar hann hefur afplánað minnst 10 ár. Það er sá réttur sem allir dæmdir eiga og hann vill nýta,“
sagði Storrvik.
Litlar líkur eru taldar á að Breivik verði látinn laus vegna alvarleika afbrota hans.