fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Pressan

Trump telur að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið eftir 3-4 vikur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í samtali við ABC News í gærkvöldi að hann telji að bandarískt bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði líklega tilbúið eftir 3 til 4 vikur. Þetta stangast á við mat flestra sérfræðinga á þessu sviði sem og embættismanna Trump.

Trump kom fram á ABC News í gær og svaraði þar spurningum frá kjósendum. Meðal þess sem spurt var um er bóluefni gegn kórónuveirunni.

„Við erum mjög nærri því að vera komin með bóluefni. Ef þið viljið fá að vita sannleikann þá hefði það kannski tekið fyrri ríkisstjórn mörg ár að fá slíkt bóluefni vegna FDA (bandaríska lyfjaeftirlitið, innsk. blaðamanns) og allra leyfisveitinganna. Við erum nokkrum vikum frá því að fá bóluefnið, það gætu verið þrjár vikur, fjórar vikur,“

sagði forsetinn.

Það hefur lengi verið ljóst að Trump er það mikið kappsmál að bóluefni verði tilbúið áður en forsetakosningarnar fara fram þann 3. nóvember því hann telur að það muni tryggja honum endurkjör. En ólíklegt er að þessi draumur hans rætist og má í því sambandi nefna að sérfræðingar í heilbrigðismálum sem starfa fyrir ríkisstjórn hans telja að bóluefni verði ekki tilbúið til dreifingar fyrr en á næsta ári.

Í gær sögðu fulltrúar þýska lyfjaeftirlitsins að hugsanlega verði fyrstu bóluefnin samþykkt til notkunar í árslok eða í byrjun næsta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana