Það sem konunni yfirsást var að hún speglaðist í glerinu á leikfangaskápnum og því sást vel að hún stóð á nærbuxunum að taka myndina.
Um 330.000 manns eru í Facebookhópnum þar sem þeir veita hver öðrum góð ráð um það sem er til Kmart verslununum.
Konan skrifaði að hún hefði keypt skápinn fyrir sem svarar til um 2.600 íslenskra króna og að hann hefði komið að góðum notum undir Mario Kart safnið.
En myndin fór á mikið flug á netinu en ekki vegna áhuga fólks á hvernig hún kom bílasafni sonarins fyrir.
Á nokkrum mínútum voru 200 athugasemdir komnar við myndina og þeim hélt síðan áfram að fjölga.
„Elska þetta, elska spegilmyndina.“
„Ég tók ekki eftir spegilmyndinni fyrr en þið bentuð á hana! Þetta er frábært! Bjargaði deginum!“
„Þú ert flott og lítur vel út og Mario Kart hillan er frábær.“
„Snilld! Hver þarf að vera í buxum þegar maður er fastur heima?“