Þetta sagði Dr. David Nabarro, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO í COVID-19, um heimsfaraldur kórónuveirunnar þegar hann ræddi við utanríkismálanefnd breska þingsins í gær. The Guardian skýrir frá þessu.
„Þetta er miklu verra en í vísindaskáldsögum um heimsfaraldra. Þetta er mjög alvarlegt – við erum ekki einu sinni komin í miðjuna enn. Við erum enn á upphafsstigum. Við erum byrjuð að sjá hvaða tjóni þetta mun valda heimsbyggðinni. Þetta verður ljótara núna þegar við erum að komast á það stig í Evrópu að þetta blossi aftur upp,“
sagði hann.
„Þetta er hræðileg staða, heilbrigðismál hefur farið svo úr böndunum að það er að kýla heimsbyggðina, ekki aðeins inn í kreppu heldur einnig mikinn efnahagslegan ójöfnuð sem mun væntanlega tvöfalda fjölda fátækra, tvöfalda fjölda vannærðra og senda mörg hundruð milljónir lítilla fyrirtækja í gjaldþrot,“
sagði hann einnig.